Í fyrsta lagi, ertu að tala um 70-200 með eða án IS?
Allavega hef ég ekki gert samanburð en ég á 70-200 F4L og hún svínvirkar, er mjög skörp og mér skilst að hún sé ein af bestu linsunum í Canon línunni fyrir peninginn. Eins og mér var sagt, ef þú þarft ekki á stóra ljósopinu að halda þá eru þær svipað skarpar gal opnar og svipaðar í sambandi við flare, hraðann á fókus og gæði á smíði linsunnar.
Basically er munurinn, eins og ég best veit, F2.8 er náttúrulega stærra ljósop, getur skipt öllu máli fyrir þig eða engu, fer eftir því sem þú ert að skjóta og svo getur auðvitað IS verið himnasending, enn og aftur fer eftir því sem þú ert að skjóta. F4 linsan er náttúrulega ódýrari, jafn skörp og talsvert minni og léttari.