10D hentar mér betur, einfaldlega vegna þess að ég nota AI Servo sæmilega mikið og er ekki hrifinn af því að 300D sé alltaf föst í AI Focus, vill geta valið á milli One shot og AI Servo, sama skapi pirrar mig, þó ekki nærrum jafn mikið, að vélin sé alltaf föst í Matrix metering. Þetta með ljósmælinguna fasta á Matrix pirrar mig í raun frekar lítið vegna þess að vélin er í 90% tilvika sett á Manual og ég er orðinn frekar næmur á samspil ljósops og lokunarhraða við flestar aðstæður.
Ég er heldur ekkert hrifinn af því að boddyið sé úr plasti, magnesium boddyið á 10D skiptir mig máli, ég keypti tildæmis ekki D60 á sínum tíma meðal annars útaf því að boddyið var úr plasti, verðið á þeirri vél var samt stærsti mínusinn.
Þrátt fyrir þetta er 300D hörkuvél eftir því sem ég best veit. Ég myndi HIKLAUST kaupa hana frekar en “SLR wannabe” vélar eins og fuji 602z sem kostar bara 30.000 kr minna hérna heima eða Nikon 5700 sem er á svipuðu verði. Myndflagan í 300D er eftir því sem ég best veit nákvæmlega sama flagan og er í 10D og það er það sem auðvitað skiptir mestu máli rétt eins og með filmuvélar, flagan og linsan (eða filman og linsan)
Ég hef einmitt lesið þessa umfjöllun á dpreview.com og ef þú ferð í “conclution” og lest “pros & cons” og finnst gallarnir ekki skipta neinu svaka máli þá klikkarðu ekkert á þessari vél.