Ágætis síða, fínt look á henni og fínar myndir, mættu bara vera fleirri myndir en þú segist ætla vinna í því svo að það er bara gott mál. Þú hefur allavega fínt auga, eiginlega allar myndirnar nýta ramman ágætlega, helst stifla.jpg sem ég hefði viljað sjá víðara skot, helst í portrett því mér finnst vanta aðeins meira af straumnum. Mér finnst sérstaklega myndin sem er í bakrunn vera flott. Bara ein spurning, ef allar myndir sem þú tekur eru á grófkorna svarthvítar filmur, ertu þá ekki að takmarka þig svolítið? Ég tek sjálfur langmest af landslagi og þá næstum bara í lit en ég verð alltaf að brjóta aðeins upp mynstrið og skjóta eitthvað allt annað til að fá smá pásu og nýjar hugmyndir inn í landslagsmyndirnar.
Svo vildi ég bara benda á það að ef þú smellir á “gestir” þá kemur upp “this page cannot be found” og mér finnst smá pirrandi að þegar þú smellir á myndirnar koma þær upp í nýjum explorer glugga, ég hefði helst viljað fá myndirnar upp í sama glugga en ef þú ert als ekki sammála ekki hlusta á mig, bara minn smekkur.