Sko RAW skrár eru bara hráar upplýsingar, en JPEG er fullunnin mynd.
Ég giska á að þú sért að eiga við RAW skrár teknar á Canon G5, það fylgir held ég með hugbúnaður sem heitir fileviewerutility og þar geturðu séð RAW skrárnar sem myndir, tekur líklega svolítinn tíma því að fileviewerutility þarf að “þýða” raw skrána yfir í mynd.
Ég veit ekki alveg hvort ég sé að útskýra þetta á skiljanlegann hátt en semsagt er RAW ekki mynd, heldur bara skrá sem inniheldur tölugildi og á eftir að vinna (þessvegna völdu þeir þetta skráarheiti, RAW=hrátt eins og í hrá gögn) Þessvegna geturðu ekki skoðað hana í photoshop, heldur þarftu að nota hugbúnað eins og þann sem fylgir myndavélinni til að breyta raw skránni í mynd, eins og JPEG eða TIFF til að geta breytt henni í photoshop. Það er hægt að fá photoshop plugin til að geta breytt raw skrám í photoshop en ég hef aldrei prufað það svo að ég get því miður ekkert hjálpað þér með það.
Svo skil ég ekki alveg hvað þú átt við þegar þú segist vera í vandræðum með að koma .raw myndunum inní tölvuna. Þú átt að geta afritað þær rétt eins og þú afritar venjulegar .jpg myndir. Sjálfur nota ég kortalesara til að tæma minniskortin og þá er þetta voðalega snyrtilegt, bara virkar eins og hver annar geisladiskur eða floppydiskur og myndirnar eru bara í skrám með annaðhvort .jpg eða .raw endi…