En þar sem að þessi stafræna myndun er algjer nýjung fyrir mér að þá er reynsla mín af vinnu með myndirnar sjálfar í tölvunni í algjöru lágmarki. En nú er ég búinn að taka slatta af myndum og búinn að koma þessu öllu saman samviskulega fyrir í tölvunni minni. En mig langar að vita hvernig maður minnkar myndirnar þannig að þær taki ekki eins mikið pláss. Ég veit að það er kannski best að stilla upplausninni í hóf á vélinni sjálfri en hvernig er best og með hverju er best að minnka upplausnina á myndunum svo að það sé kannski hægt að senda nokkrar myndir með maili. Og í hvaða upplausn svona c.a er æskilegast að nota í svona almenna ljósmyndun?
<br><br>life realy suck…. belive me i know.. (ég sjálfur)
Gerðu hlutina almennilega eða vertu heima.