Ég væri alveg til í að heyra nákvæmlega hvað þú átt við þegar þú segir að Fuji 602 sé “langhraðasta vélin á markaðinum” eins og þú orðar það?
Ef þú ert að tala um fókus hraða, gleymdu því… Alsekki slæm miðað við aðrar vélar í þessum flokki, en hvergi nálægt nýlegum DSLR vélum með sæmilegri linsu. Auk þess ertu ekki með neinar servo stillingar fyrir autofokus svo að þú verður að fókusera fyrirfram til að ná einhverri skerpu, ef þú bíður eftir því að “skotmarkið” kemst í sigtið þá geturðu gleymt því að ná fókus, treystu mér, vinur minn á svona vél og ég hef oft tekið í hana.
Ef þú ert að tala um shutter lag, eru það o,2 sekúndur sem er mjög gott, það eru samt til sneggri vélar í sama flokki eins og Canon Gx vélarnar, betri en flestar DSLR vélar í dag enda notar þessi vél engann spegil.
Ef þú ert að tala um FPS (Frames Per Second) þá eru 5 rammar mjög mjög gott og þetta “5 síðustu rammarnir” kerfi er mjög mjög sniðugt þá er þetta með þeim fylgikvilla að bufferinn í vélinni er hræðilegur, þú verður að bíða í svona 10-15 sek. til að minnið tæmist og skrifi á kortið til að geta tekið aðra skothrinu, þetta þarf ekki að vera stór mál en samt skiptir þetta mig talsverðu máli. Mér finnst ekkert jafn leiðinlegt og að bíða eftir myndavélinni, ég vill frekar að takmörkunin sé ég, ekki vélbúnaðurinn því þá hef ég enga afsökun fyrir slæmum myndum. Reyndar er þetta eða svipuð vandamál í held ég öllum myndavélum í þessum verðflokki, enda ekki beint hugsaðar fyrir íþróttamyndatökur.
Í stuttu máli þá er ég sammála TestType í því að ég held þú fengir ekki betri byrjenda “action stopping” myndavél fyrir peninginn, en ég vill samt taka það fram að DSLR með sæmilegri linsu myndi taka Fuji 602 í óæðra gatið… Hafðu það bara í huga að Fuji var að kynna 2 nýjar vélar fyrir stuttu sem eru í svipuðum flokki og 602, S5000 sem virðist vera á milli S3800 og hinnar nýju vélarinnar, S7000 sem á að taka við 602. Það gæti semsagt mögulega borga sig fyrir þig að bíða eitthvað, sérstaklega þar sem ég geri ekki ráð fyrir því að þú farir mikið á snjóbretti næstu mánuði nema auðvitað þú farir frekar hátt upp í fjöll…