Ekkert mál, vonandi gat ég hjálpað eitthvað.
Þetta með nafnið þá ert þú ekki sá fyrsti, skil reyndar ekkert í Canon að elta ekki D30 og D60 í nafnagjöf en svona er þetta bara… Mínar ráðleggingar með raw eru bara að prufa þetta, þú færð samt engann mun á upplausn og skerpu myndar svo að jpeg er mjög nothæft á þessum vélum.
Þetta með að þú sért ekki sammála að það sé hægt að prenta myndir úr 10D á auglýsingaskilti. Sko… Þótt að myndin sé bara 3072x2048 skiptir engu. Þú interpolerar þetta með forriti, td. photoshop þótt það séu til mikið betri forrit í þetta, oftast forrit sem eru sérhæfð við prentarann sem er notaður. Það þýðir að þú getur auðveldlega breytt 6 mp mynd í 15000x10000 eða hvað sem þú vilt. Þetta þýðir það að forritið býr ekki til meiri gögn, semsagt sérð ekki fleirri smáatriði svo að myndin myndi líta frekar “soft” út ef þú værir nálægt henni EN þú losnar við þessa pixel kassa sem þú ert að tala um.
Persónulega finnst mér uppstækkuð digital mynd talsvert flottari en uppstækkuð filmumynd en það er auðvitað bara smekksatriði og endalaust hægt að rífast um það. En að halda því fram að það sé ekki hægt að stækka digital mynd mikið er bara ekki rétt.
Mæli með capture one ef þú vilt ekki nota fileviewerutility, margir ánægðir með það.
Svo er til svona sérstakt makró flass sem heitir Macro Ring Lite MR-14EX, kostar eitthvað um 80 þúsund hérna heima. Þetta er flass sem fer umhverfis linsuna og er því alveg upp við það sem þú tekur mynd af. Hef aldrei notað þetta svo ég þori ekki að mæla með því enda hef ég aldrei verið mikið fyrir macro.
Mirror lockup er í custom function. Það virkar þannig að þú ýtir einusinni á shutter og þá fer spegillinn upp. Gætir beðið í hálftíma svona ef þú vildir en það er ekki mælt með því en svo ýtirðu aftur á shutter og þá tekst myndin og spegillinn fer niður. Losar þig semsagt við titringinn þegar spegillinn fer upp og niður.
Púff. Prufaðu bara allar custom stillingar, langbest, eitt hentar þér og annað mér. Eina sem ég myndi samt alltaf hafa á er að það takist ekki mynd nema þú sért með kort í vélinni, það er custom function 2.