Ef þú skilur ekki enn hvað lokunarhraði eða shutterspeed er þá er skal ég gera eina tilraun til að útskýra það.
Á myndavélinni er gat, þetta gat er alltaf lokað nema þegar þú tekur mynd, þá opnast það og ljósið sem er fyrir framan myndavélina kemst inn og filman verður fyrir því.
Shutterspeed er því hversu lengi gatið á vélinni er opið, ef þú tekur mynd í lítilli birtu á t.d. 1/200 þá verður myndin líklega bara alveg svört, ljósið nær ekki að hafa áhrif á filmuna, vegna þess að gatið opnaðist í svo stuttan tíma. Ef þú stilltir svo hraðann á vélinni á 1/15 þá fengiru kannski einhverja mynd en það hefur aftur áhrif á það að ef það sem þú ert að mynda (eða myndavélin) er ekki alveg stöðugt þá verður myndin hreyfð.
Það sem ég er að reyna segja er að ef þú ert t.d. að mynda mann á snjóbretti þá ferðast hann mjög hratt og til að frysta hann á filmunni þarftu að taka á miklum hraða, s.s. þannig að filman fái bara það sem var að gerast akkúrat á þessu sekúndubroti en ekki meðan hann ferðast kannski marga metra.
Vona að þetta hafi útskýrt þetta.<br><br>hjalti