Var að kaupa mér Canon EOS D10 - er bara nokkuð ánægður með hana.

Ég er með nokkrar spurningar - ég vona að þið getið svarað þeim

1. Í hvaða gæðum eru menn að taka myndirnar og hvað verða þær þá stórar? Ég helt að myndirnar yrðu í bestu gæðum ca. 18 MB svipað og ég hélt að mydnir í D60 væru en sýnsist að þær séu minni hjá mér. Hvað geta þær orðið stórar þegar best lætur í D10?
2. Hvernig geymi ég og skoða síðar (eftir að ég er búinn að færa myndirnar yfir á tölvuna) info upplýsingarnar?
3. Hvaða forrit notið þið til að breyta myndum úr raw í tiff og hvaða breytingar gerið þið á þeim áður?
4. Ég tók nokkrar myndir með 100 mm macro linsu og þær virtust allar rosa skarpar á skjánum og ég var ánægður með þær - siðan þegar ég setti þær inn í tölvuna og stækka þær í 100% þá sýnist mér að þær séu flestar hreyfðar eða allavega úr fókus - kannist þið við það að það sé ekki að marka skjáinn á myndavélnni alveg?
5. Hvaða stillingar eru þið að nota á myndavélinni sem ekki eru default stillingar á henni?
6…..

Palm