Já þú spyrð um ljósmyndanám! Ég get alveg frætt þig um það! Ég er sjálf áhugamanneskja og hef reynt næstum allt! Iðnskólinn er með ljósmyndanám enn þú þarft að redda þér sammning hjá meisturum og það eru mjög fáir sem vilja eða geta tekið á samning. Það er mjög, mjög erfit að fá samning hef reynt það! Svo sá ég að einhver var að segja að Borgarholtskóli væri með ljósmyndun það er ekki rétt, það er braut sem þú ferð á sem heitir listnám og á þeirri braut er lært aðalega grafíska hönnun en það er einstaka áfangar á öðru ári sem þú lærir ljósmyndun. Þá er það bara digital ljósmyndun, engin aðstaða þarna til að framkalla. Mæli með þessari braut er sjálf á henni. Annars er eina vitið ef þú vilt byrja á einhverju þá er bara málið að fara til Sissu, hún er ábyggilega mjög fín er sjálf að spá að fara til hennar í haust. Hún byður upp á ljósmyndanámskeið bæði 2 annir og svo 1 önn. Ég veit því ég verið að skoða þetta að þetta kostar 320þúsund, mikið enn samt ef þú pælir þá er þetta ekkert hrikalegt því önn úti kostar meira enn hálfa milljón. Þannig að ef þú vilt byrja einhverstaðar þá er þetta ágæt leið til að byrja á, því það sem þú ert að læra hjá henni er það sama og þú lærir erlendis enn kostar miklu meira. Enn ef þú ert að pæla í einhverju bara svona því þú ert áhugamanneskja þá eru allskonar námskeið í gangi t.d. í skólum og eins og á ljósmyndari.is er að bjóða upp á! Ég vona að þetta komi að gagni :) vonandi sjáumst við hjá Sissu hver veit ;)