Ég er einnig byrjandi í ljósmyndun og hef notað G3 frá áramótum. Þessi vél er alveg brilliant og fær mín bestu meðmæli. Tærar og skarpar myndir og frábærir litir. Svo er hún mjög þægileg í notkun.
Þessi vél hefur kennt mér margt um ljósmyndun þar sem maður getur notað fully manual stillingar og stjórnað ljósopi, hraða og ISO ásamt mörgu öðru.
Ég hef heyrt að von sé á G5 fljótlega með 5 megapixla sensor. Ekki veit ég afhverju þeir sleppa G4 úr línunni.
Hér er svo linkur á fína síðu www.photographyreview.com
Þar getur þú fundið umsögn um allt sem tengist ljósmyndagræjum.
Hef heyrt að G2 sé líka mjög fín vél.
Kveðja,
Siggi Ben