Sæll.
Í fyrsta lagi þá kostar það áhuga, þolinmæði og vitneskju
um fuglana sem þú ætlar að ljósmynda. Það þarf að
finna fuglinn og nálgast hann án þess að styggja eða valda
miklu stressi og græjur hjálpa þér ekkert við það.
Góð fuglabók er nauðsynleg (Fuglavísír Jóhanns Óla er fín).
Ég er að reyna að mynda fugla og nota til þess Canon 200mm f2.8, 1.4X
og 2.0X margfaldara. Þú getur séð afraksturinn á heimasíðu
minni(sjá neðst). Flestar myndirnar eru teknar með 200+1.4X.
Mig klæjar alltaf í stærri linsur. En þær eru mjög dýrar og
þungar. Svoleðis fjárfestingar fer maður ekki út í að mínu mati
til að byrja með.
Hver er bestur? Hef ekki hugmynd.
Arthur Morris er allavega fær og hefur skrifað ýmislegt um þetta
m.a. fína bók um fuglaljósmyndun sem er að vísu einnig mjög góð
Canon auglýsing. Hann notar aðalega 600mm f4 frá canon sem kostar
álíka mikið og góður bíll.
Heimasíða hjá honum er:
http://www.birdsasart.com/Art Wolfe sem hefur gefið út alveg hreint rosalega flotta bók
(The living wild).
Heimasíða hjá honum er:
http://www.artwolfe.comMoose Peterson er einnig með ágætis síðu:
http://www.moose395.netÞetta eru allt PRO gæjar sem nota dýrustu og feitustu linsurnar.
Sjá einnig:
http://www.naturephotographers.netEinng er nokkuð rætt um þetta á photo.net (search: bird photography).
Kíktu endilega á heimasíðu fuglaverndarfélagsins, þar má finna ýmislegt
http://www.fuglavernd.is<br><br>  Jakob S.
  <a href="
http://www.simnet.is/jakobs">Heimasíða</a