Ég hef pantað frá 3 verslunum í og þó nokkrum einstaklingum bæði í USA og Evrópu.
Ekkert vandamál er að panta frá verslunum þar sem hjá þeim fylgja
allir pappírar fyrir tollinn. Ef þú ert að spá í að kaupa af
einstaklingum þá skalt þú fullvissa þig um að þeir séu til í
að senda kvittum með í pakkanum fyrir tollinn hérna heima.
Ef þetta vantar þá virðast tollarar hafa einstaka ánægju af því
að gera manni lífið leitt. Þetta hefur vantað í nokkur skipti
hjá mér og með því að þræta og láta þá fá email sendingar hef
ég alltaf fengið vöruna. Seinast sendi ég einstaklingi
kvittum með fénu og bað hann að setja hana með á áberandi stað
í pakkanum.
Athugaðu að þú þarft að borga 24.5% vsk. af
verði+fluttningsgjöldum og einnig u.þ.b. 1000 íkr (man ekki
nákvæmlega) ef tollararnir fylla út tollskýrsluna fyrir þig.
Eg held að það sé ekki neinn tollur á linsum eða myndavélum.
Verslanir sem hafa gott orð og ágæt verð í USA eru t.d.
www.bhphotovideo.com
www.adorama.com
Ég hef pantað frá báðum aðilum.<br><br>  Jakob S.
  <a href="
http://www.simnet.is/jakobs">Heimasíða</a