Hún virðist vera allt í lagi. Veltur náttúrulega allt á því í hvað þú ætlar að nota hana, hún virðist vera algjörlega auto þannig að ætla fikta eitthvað með hana eða hafa nákvæma stjórn á því hvernig myndirnar koma út er útilokað.
Varðandi batteríin ættu þau að virka eins og í sögu. Flest fólk sem kaupir sér myndavélar sem taka AA batterí veit ekkert hvað það er að gera. Margir kaupa sér bara venjuleg hleðslubatterí á meðan enn aðrir nota bara venjuleg batterí. Ef þú gerir það ertu nú enga stunda að klára power-ið og myndir ekki ná nema nokkrum skotum með flassi án þess að keyra batteríin algörlega út.
Það sem þú þarft að gera er að kaupa þér <b>NiMH</b> batterí (Nickel Metal Hydrade). Þau eru fáanleg í flestum raftækja og íhluta búðum ásamt að fást í mörgum ljósmyndabúðum. Einnig þarftu sérstakt NiMH batterí til þess að hlaða þau sem ætti að fást á sömu stöðum. Ég mæli með svona smart charger (microprocessor controlled) sem fylgist nákvæmlega með hleðslunni á hverju batteríi og hættir þegar það er fullt (flest hleðslutæki hlaða eftir klukku, ekki hleðslu) og býður uppá möguleikann á að tæma batteríin algjörlega áður en hlaðið er (fer betur með þau). Það er reyndar bara eitt slíkt í sölu hér á landi og fæst það í búð sem heitir Rafrún (ef ég man rétt!) sem er staðsett mjög nálægt Hlemmi.
Vona að þetta hjálpi þér eitthvað.