Þetta er svona dálítið hit and miss. Mér hefur reynst best að hafa ljósopið lítið og lýsinguna langa. ef ljósopið er stórt þá nær maður færri flugeldum og ljósin í umhverfinu hafa tilhneigingu til að verða dálítið björt. Ég er gjarnan með ljósop 22 eða 16 og læsi lokarann í svona 16-32 sekúndur. Jafnvel í mínútu. Ég tek venjulega á hæga filmu. 50 eða 100 ISO Það gefur oft ágæta niðurstöðu, en auðvitað veltur það dálítið á því hvert vélinni er beint og þeirri birtu sem er í umhverfinu.
Og síðan er að sjálfsögðu lykilatriði að hafa eitthvað meira á myndinni en bara flugeldana.