Sæll arifreyr. Ég tek fram að þetta er ekki nein persónu bundin árás eða eitthvað slíkt, ég er aðeins að segja mína skoðun á hlutunum. Ég biðst afsökunnar ef þetta kom við þig(ekki meint sem kaldhæðni), enn þetta er reynsla mín af HP, ég er ekki að segja að þetta sé staðallinn í dag, enn eins og ég sagði í fyrra skeytinu þá var þetta svona. Það er reyndar rétt hjá þér að stafræna tæknin fór að stað fyrir 3 árum, enn myndsmiðjan var fyrst til að geta tekið á móti myndum á hvað formi sem er og sett á alvuru pappír. Ástæðan fyrir því að ég er að hæla þeim er sú að ég hef fengið góða þjónustu hjá þeim. Enn ein og þú veist það er að framkalla filmu ekki bara að framkalla filmu eins og fólk heldur. Það er miklu meira sem er á bakvið það starf. Þannig fór ég út á þá braut að ljósmyndari hlýtur að vera með meiri reynnslu heldur enn sá sem er búinn að sitjq bakvið norritsu vél eða sambærilegt í eitt ár, það tekur tíma að verða góður í þessu öllu að geta dæmt myndir og bera þær saman við sínar eigin eða aþð sem mmaður er búinn að sjá í gegnum tíðina. Reyndar á þetta ekki að vera undir þessum kork, enn það er ekki hægt að beyta því þá er um að gera að halda áfram að rökræða hlutina á skynsamlegum nótum. Þar sem ég er búinn að vera ljósmyndari í 17 ár þá veit ég ýmislegt um ljósmyndun, framköllun, liti og annað. Ég hef oft látið framkalla hjá HP og ekki verið sáttur við litina þaðan, það er það sem ég spái mest í. Kontrast í myndum frá ykkur er of lítill að mínu mati, ég held að það sé pappírinn. Ég tek fram að það er misjafn smekkur manna. Aftur á móti eru til tvær hliðar á pappírum, annars vegar er HP með þykkari pappír en Fuji, mér finnst CA pappírinn frá fuji aðeins of þunnur, enn það er skemmtilegri áferð á honum, sérstaklega matta pappírnum. Kodak glans pappírinn er oft svo stamur að maður heldur að maður sé með mattan pappír í hödunum. Ég nota Fuji einfaldlega út af því að það eru einfaldlega betri filmu að mínu mati, að sjálfsögðu er gamla 64 iso kodak filman sú besta, enn það þarf orðið að senda hana út. Ef þú getur nefnt eina sem er jafn góð og Velvia 50 iso, Reala 100 eða NPH 400 þá endilega deildu því með okkur. Málið er að þegar við erum komin út í 400 iso hjá kodak, þá er hún svo agalega gróf. Ég viðurkenni það alveg að 200 iso filman frá kodak er alveg í fínu lagi enn, ekki jafn góð og fuji filman. Ég veit að margir fagmenn mæla eindregið með fuji og ekki ætla ég að halda neinu leyndu með það að ég er Fuji maður í húð og hár. Láttu heyra í þér.