Ég var að velta því fyrir mér hvort að því fylgir einhver viðurkenning að læra ljósmyndun á Íslandi? Ég stunda núna nám í FÁ á Upplýsinga og Tækni braut og er að læra grunnám þeirrar brautar og að því loknu þarf ég að læra ljósmyndun í Íðnskólanum. Málið er að ég held að þetta nám sé ekkert viðurkennt. Þessi UT braut er nokkuð ný og fyrstu árgangarnir eru bara prufudýr og græða ekkert á þessu námi.

Þarf ég þá ekki að fara í ljósmyndaskóla erlendis, t.d. í Danmörku ef ég ætla að vinna við frétta eða náttúruljósmyndun? Ef einhver hérna veit um góðan ljósmyndaskóla í Danmörku ( helst í Kaupmannahöfn ) þá væri það fínt að fá netfangið á þann skóla. *Ef það rætist ekkert úr þessa þá lætur maður næsta drauminn sinn bara að rætast og það er að fara í kvikmyndaskóla erlendis en þeir skólar eru bara svo ótrúlega dýrir.

kveðja
fan
__________________________