NordicPhotos er ljósmyndasala sem selur myndir á netinu, einnig eru þeir að gefa út ljósmyndacatalog 400 síður að mig minnir og í 10.000 fjölda upplagi, þessum bækling verður dreift á auglýsingastofur hérlendis og erlendis. Nordicphotos er í samstarfi við Getty Images sem þýðir að ljósmyndir frá ljósmyndurum NP. fara í einhverju magni til Getty Images.
Þetta virkar þannig að einhver auglýsingastofa vantar mynd af einhverju sérstöku, finnur hana á NP vefnum og kaupir hana. Myndina á t.d. að nota forsíðu á bækling sem gefinn er í út x upplagi þeir kaupa myndina á t.d. 100.000 (sem er reyndar frekar mikið) ljósmyndari fær umsamdar prósentur held að algengt sé 50% - 70% seljandinn fær afgang.
Með því að setja vatnsmerki á myndirnar er verið að gera erfitt fyrir einhverja misvita að brjóta lög með því stela myndunum af vefnum og nota í sína eigin þágu án þess borga fyrir, minni á höfundarréttalög.
Ég er einn af ljósmyndurum Nordicphotos, er reyndar einn af þeim afkastaminni. Og mín reynsla af þeim er góð, virðast vera metnaðarfullir menn með góða þekkingu á markaðnum, fagmennska og heiðarleiki allsráðandi. Þeir ætla sér að verða í fararbroddi í sölu af myndum frá norðlægum slóðum og vona ég að þeim takist það.
Birkir R