Afganska Stelpan Þetta kemur ljósmyndun aðeins óbeint við, og veit ég ekki hvort þetta fær náð fyrir augum ritstjóranna. En fyrir 17 árum var á forsíðu <a href="http://www.nationalgeographic.com“>National Geographic</a> mynd af ungri afgangskri stúlku. Þessi mynd er líklega ein frægasta forsíðumynd NG. (Líklega fyrir utan forsíðumyndina af píramídunum sem var ”lagfærð“ í tölvu). Ég held ég geti þakkað NG fyrir að hafa kveikt áhuga minn á ljósmundun. Í hverjum mánuði var slegist um eintakið af tímaritinu á mínu heimili, ég gat einfaldlega ekki beðið eftir að skoða hverja einustu mynd, en þessi mynd situr enn eftir í hausnum á mér eftir öll þessi ár. Ótrúlega falleg augu sem lýsa jafnframt ótta og vonleysi. Ljósmyndarinn, <a href=”http://www.nationalgeographic.com/ngm/100best/multi1_interview.html“>Steve McCurry</a> segir að varla hafi liðið sá dagur þar sem hann fékk ekki bréf eða símtal þar sem hann hafi verið spurður um hvað hafi orðið um þessa stúlku, og þótt ótrúlegt megi virðast, þá fundu þeir hana.
Ef þú nærð National Geographic Channel, þá verður <a href=”http://www.nationalgeographic.co.uk/press_afghangirl.shtml">þáttur næsta mánudag</a> (18.03, vona að greinin meiki það fyrir þann tíma) kl. 21 (22 hérna?) um þessa stúlku og leitina af henni. Þótt þetta tengist ekki beint ljósmyndun (og þó?) þá ætla ég amk að fylgjast með þessum þætti.