Góðan og blessaðan daginn.
Nú er það aftur að reyna að koma af stað einhverjum keppnum og lífga upp á áhugamálið að nýju.
Þar sem þetta er fyrstu keppni endurreisnar-tímabilsins, þá ætla ég ekki að hafa flókið þema, þemað núna er bara sumarið ‘09 þ.e.a.s. þín besta mynd tekin þetta seinasta sumar.
Til að gefa fóki smá tíma fyrir þetta ætla ég að hafa innsendingartímann 2 vikur, svo loka skilafrestur verður nk. kl. 23:59, 4. október.
Og myndin verður náttúrulega að vera tekin núna í sumar, og reyna að helst túlka sumarið eins vel og hægt er, t.d. ekki að taka mynd af kartöflu í tómataskál þar sem það er engin tenging við sumarið.
Mikilvægt____________________
1. Innsendingartími: 21. september til 4. október.
2. Merkja skal myndirnar svona: “Nafn myndar - Sumarið ’09” (gæsalappir eiga að fylgja með)
3. Ein mynd að hámarki frá hverjum þátttakenda.
4. Notandi sem sendir inn skal sjálfur hafa tekið myndina.
5. Stærðartakmörk: 400pixlar á smærri kannt er lágmarkstærð. Stærsta sem Hugakerfið hleypir inn er 1024x786 pixlar.
___________________________
Gangi ykkur vel og reyna allir að taka þátt sem geta.
Bestu kveðjur,
Sigurðu