Loksins arftaki filmunnar?
Jæja, loksins fengum við stafrænu ljósmyndararnir það sem við höfum verið að bíða eftir. Ljósnemi sem getur lesið rautt/grænt/blátt í einum skynjara. Hingað til hefur verið notuð hefðbundin aðferð, þ.e. í skynjaranum hafa verið skynjarar fyrir rauðann, grænan og bláan, og þessu síðan blandað saman með hugbúnaði í myndavélunum. Fyrirtæki sem heitir <a href="http://www.foveon.net/“>Foveon</a> hefur þróað nema sem breytir öllu. Við ættum að losna við hluti eins og litamynstur, sjá minna af moiré patterns, og yfirhöfuð fá skarpari myndir. Nú er bara að bíða eftir að e-r myndavélaframleiðandi komi með myndavél sem notar þetta, og hefur Sigma þegar tilkynnt vél með þessum nema. Sjá nánari upplýsingar á <a href=”http://www.dpreview.com/news/0202/02021101foveonx3.asp">dpreview.com</a>.