Þá er það að hætta að hanga fyrir framan tölvuna, skella sér í nærbuxur og sokka, fara að mynda og hætta að koma með afsakanir. Því nú er það “virkilega” einfalt.
Þemað er mannvirki, og er það allt sem maðurinn hefur galdrað fram úr erminni sem kemur til greina.
Svo nú býst ég við hámarksþátttöku og ekki orð um það meir.

Mikilvægt____________________

1. Keppnistímabil: 19. janúar til 25. janúar
Myndin verður að vera tekin innan keppnistímabilsins!

2. Merkja skal myndirnar svona: “Nafn myndar - Mannvirki” (gæsalappir eiga að fylgja með)

3. Ein mynd að hámarki frá hverjum þátttakenda.

4. Notandi sem sendir inn skal sjálfur hafa tekið myndina.

5. Stærðartakmörk: 400pixlar á smærri kannt er lágmarkstærð. Stærsta sem Hugakerfið hleypir inn er 1024x786 pixlar.
___________________________

Kveðja Sigurðu