Núna er aðeins vika í jólin og höfum við ákveðið að það sé kominn tími á keppni og þemað er að sjálfsögðu jólin.
Taktu mynd af því sem þér finnst vera jólalegt og kemur þér í jólaskapið, það getur verið jólaöl, jólasveinninn, rjúpur, skraut eða hvað sem þér dettur í hug.
Mikilvægt____________________
1. Keppnistímabil: 17.desember til 23.desember
Myndin verður að vera tekin innan keppnistímabilsins!
2. Merkja skal myndirnar svona: “Nafn myndar - Jólin” (gæsalappir eiga að fylgja með)
3. Ein mynd að hámarki frá hverjum þátttakanda.
4. Notandi sem sendir inn skal sjálfur hafa tekið myndina.
5. Stærðartakmörk: 400pixlar á smærri kannt er lágmarkstærð. Stærsta sem Hugakerfið hleypir inn er 1024x786 pixlar.
Eina og alltaf þá er lágmarkið 5 myndir svo keppnin verði að veruleika!
Let the game begin.