Norðurljós koma oft mjög vel út ef maður tekur myndir af þeim. En það er einmitt vandamálið, að ná góðri mynd af þeim. Maður sér kannski flott norðurljós og þeysir af stað út úr bænum. Svo þegar maður er búinn að finna sér góðan stað þá eru norðuljósin búin að dofna og eru að fara. Það er ekki nógu gott. En ekki er öll nótt úti. Ég fékk slóð að heimasíðu sem er með upplýsingar um norðurljós og spáir fyrir þeim. Ef þið hafið áhuga á að prufa að taka myndir af norðurljósum þá er mjög gott að kíkja á þessa síðu. Hún sýnir styrkleika ljósanna og hvar þau eru. Ef að styrkurinn er yfir 6-7 þá eru þið í góðum málum. Það er bara um að gera að drífa sig af stað og prufa sig áfram í þessu.
Það er líka norðurljósa sýning á fujifilm.is sem gæti verið gaman að kíkja á.
Hérna er svo slóðin að síðunni: www.sel.noaa.gov/pmap/pmapN.html