Mikilvægt____________________

1. Keppnistímabil: 16. september til 23. september
Myndin verður að vera tekin innan keppnistímabilsins!

2. Merkja skal myndirnar svona: “Nafn myndar - Umhverfið” (gæsalappir eiga að fylgja með)

3. Ein mynd að hámarki frá hverjum þátttakenda.

4. Notandi sem sendir inn skal sjálfur hafa tekið myndina.

5. Stærðartakmörk: 400pixlar á smærri kannt er lágmarkstærð. Stærsta sem Hugakerfið hleypir inn er 1024x786 pixlar.
___________________________


Þessi keppni mun hafa þemað “Umhverfið”.
Ég valdi það í staðinn fyrir frjálst því þetta er mjög teygjanlegt hugtak en samt örlítið takmarkað. Hægt er að skjóta haustlitina, landslag, út frá náttúruvinasjónarmiðum, í rauninni hvað sem er, bara þannig að maður geti tengt orðið “umhverfi” við myndirnar ykkar.

Munið svo að lesa reglurnar og fylgja þeim öllum.