Já, Canon kynnti nokkrar nýjar vélar, 2 dSLR, 2 Ultra-Compact, 2 Super-Zoom vélar, eina Vannab SLR og loks eina budget Vél.
Sú vél sem flestir hafa beðið eftir er Canon EOS 1Ds Mark III en hún mun vera arftaki EOS 1Ds Mark II, og hefur ymislegt frammyfir hana, td. 21 megapixla full frame cmos sensor sem tekur 6.5 myndir á sekundu, 3“ skjá með Live view, tvo DIGIT III örgjörva og nýtt og betra AF kerfi, en þetta allt mun kosta í kringum 8000 dollara.
Með 1Ds kynnti Canon nýja L Linsu en það mun vera ofurgleyða EF 14 mm F2.8 L II USM linsan.
Önnur dSLR vélin, arftaki 30D er 40D en búist er við því að hún muni njóta mikilla vinsælda meðal lengra kominna áhugaljósmyndara.
Nýjungar í EOS 40D eru:
10.1 MP APS-C CMOS sensor
allt að 6.5 myndir á sec.
hristirykvörn á myndflögu
3” Live view LCD skjár með 230 þús. pixla
Canon EOS 40D mun koma til með að kosta 1299 dollara .
Með 40D voru kyntar tvær nýjar EF-S linsur með IS en það munu vera EF-S 18-55 mm IS og 55-250 mm IS sem munu víkka linsuúrval EF-S til muna.
Nýju UltraCompact eru IXUS 960 IS en hún mun vera toppur IXUS línunar með 12.1 MP sensor, 3.7x zoom, 18 stillingum og allt að 3200 ISO. Hin vélin er IXUS 860 IS en aðalfídusar hennar er 3.8x zoom, 8 MP sensor, allt að 1600 ISO, DIGIC 3 örgjörvi með Noise Reduction og nýjasta Face Detection kerfið, 3“ LCD skjá sem þekur nánast alla bakhliðina og 17 myndatöku stillingar. Talið er að sú síðarnefnda mun verða mjög vinsæl meðal hins almenna notenda.
Þær vélar sem mér finnast minnst spennandi munu vera PowerShot A650 IS og PowerShot A720 IS og eru með 6x zoom og 12 og 8 MP sensorum.
Helsta nýungir á kynninunni er ný ‘budged’ lína Canon en sú fyrsta er PowerShot SX100 IS og er hún með 10x zoom, 8 MP sensor, DIGIC III örgjörva, Face Detection, ISO 1600 og 2.5” skjá.
Það sem kemur á óvart er hvað þessi vél er hlaðin tækni en samt mun hún verða nokkuð ódýrari en td. A650 sem býður nánast það sama.
Þá en einungis ein vél eftir, PowerShot G9 sem er þróarasta og besta non-dSLR vélin frá Canon. Hún hefur að bjóða hentugt viðmót til Manual töku með snúningshjóli, líkt og á stærri dSLR vélum. Helsta breytingin er kannski möguleiki á RAW myndum sem gerir G9 ennþá meira PRO en fyrirrennari sinn, G7. Þó að útlitið sé nánast nákvæmlega eins (fyrir utan 3“ skjá) er þónokkur munur á inviðum hennar, nýr 12.1 MP, 1/1.7” sensor með RAW möguleika fyrir hámarks gæði, DIGIC III örgjörvi fyrir hraða vinnslu og betri Noise Reduction, ISO 1600 og auto ISO shift og 25 tökustillingar auk 2 Manual stillinga.
Síðan bara endilega spyrja og koma með komment!