Jæja… ég ætlaði að skrifa grein um græjur í svona óbeinu framhaldi af Contax greininni minni en hef bara ekki nennt því ennþá. En þangað til langar mig að spyrja um græjur sem fólk notar hérna og þá hvers vegna og hvað þið vilduð hafa öðruvísi.
Ég á sjálfur 4 vélar (tími ekki að selja góða hluti)
Olympus OM-2 (klassík)
Canon Ixus (snilldar hönnun)
Canon Digital Ixus (ditto)
Olympus E-100RS (Þessi vél er sú langskemmtilegasta sem ég hef komist með puttana í)
E100 vélin er sú sem ég nota núna, ég er næstum orðinn 100% digital, en ég fiktaði við framköllun og svoleiðis á unglingaárunum. Þessi vél er algjör snilld, lítil og nett og með 10x zoom. Ég hefði ekkert á móti því að eiga D30 vélina hans hamsturs, en maður hefur ekki endalaust fjármagn.
Það sem gerir þessa vél svo sérstaka er hraðinn og möguleikarnir sem væru ekki mögulegir í filmuvél. Allt að 15 rammar á sekúndu, “pre-capture” sem virkar þannig að vélin tekur stanslaust 5 myndir þangað til þú smellir af. (Þú munt aldrei bölva að hafa verið sekúndubroti of seinn að smella af). 38-380mm zoom og ég borgaði bara 47.000 fyrir hana! Eini mínusinn er takmörkuð upplausn, en þar sem ég prenta næstum aldrei út myndir, hefur það ekki háð mér.
Ixusinn nota ég við óformlegri tækifæri og þar sem myndgæði eru ekki nauðsynleg.
Draumavélin núna er Canon 1D eða Nikon D1x, en þessar vélar eru enn bara á fáránlegu verði, en þó ekkert miðað við að maður hefði jeppadellu. :Þ
J.