Já ég ætla að reyna að útskýra eftir minni bestu getu, hvernig maður á að gera HDR mynd.

Jæja við skulum byrja á stóru köllunum með SLR hlunkana.
Þið þurfið þrífót í verkefnið, stillið vélina þannig litla prikið er á 0 og takið mynd af viðfangsefninu, næst skulið þið hreyfa við hraðanum (EKKI LJÓSOPINU) þannig prikið fari á +2, og síðan stillið þið hraðan þannig prikið er farið á -2, alltaf hafa sama ljósop.
Síðan má auðvitað taka mynd á öllum stoppum -1 -2 0 +1 +2 og jafnvel fara lengra.
Svo er til ódýrari leið ef þið eruð ekki með þrífót, það er að taka bara eina mynd í 0, og ég myndi taka myndirnar í RAW, síðan opnið þið myndina í Photoshop, og breytið exposure þar.

Já það er líka hægt að nota litlu flottu point and shoot vélarnar í þetta.
Takið bara eina mynd, opnið hana í photoshop – farið í Image > Adjustments > Exposure og breytið í +2 og save-ið myndina, farið sömu leið og gerið -2 núna, eða bara hvað sem þið viljið.

Síðan bjó einhver snillingur til forrit sem heitir Photomatix Pro, ég veit ekki hvort það séu til önnur forrit en þetta er það sem ég nota. Forritið gerir allt fyrir ykkur, þið þurfið bara að Generate-a myndirnar og síðan Tone mapping. Veit samt ekki betur en að þið verðið að vera ólögleg og downloada því einhver staðar.


Vona að þetta hafi komið að gagni.

Síðan ef það eru einhverjar spurningar bara spurja.