Myrkramyndir
Nú heldur sumt fólk að það sé erfitt að taka myndir þegar sólin er ekki á lofti. En það er mikill miskilningur. Það er næstum auðveldara að taka myndir á nóttunni. Því að ef það er ljós þá nærðu að festa það. Það er líka fullt af efni sem er verðugt að taka myndir af á nóttunni. Það er umferð sem kemur oft mjög nett út, svo er það náttúrulega tunglið og svo síðast en ekki síst norðurljósin. Það getur verið svoldið vandasamt að taka myndir af þeim en það er um að gera að prufa sig bara áfram og taka bara nóg af myndum. Ef þú nærð góðri mynd af norðurljósum þá er hún góð.