Stórt ljósop(lág f tala) == lítil dýptarskerpa, hár lokahraði
Lítið ljósop(há f tala) == stór hluti myndarinnar er í fókus, hægur lokahraði
Það getur verið þægilegt þegar maður er að byrja að skilja þetta að einbeita sér að taka myndir með stóru ljósopi og henda bakgrunninum þannig alveg úr fókus. Þegar maður tekur myndir af fólki þá er algengt að nota stórt ljósop(f1.2-f4) til að bakgrunnurinn trufli ekki.
Ef þú vilt að nær öll myndin sé í fókus þá þarftu að nota minna ljósop(t.d. f16-f22). Þá þarf aftur á móti að passa að birta sé næg til að lokahraðinn verði ekki of hægur(eða nota þrífót).
n.b. flestar linsur skila skörpustum myndum um miðbikið(ca. f8 á meðallinsu)
Gleiðar linsur hafa meiri fókusdýpt en langar. 28mm linsa skilar öllu í fókus frá ca. 2-3m -> óendanlegt. Þú færð ennþá meiri dýptarskerpu ef þú notar hyperfocal(seinni tíma pæling :) ).
Ef þú vilt fræðilegu hliðina á þessu þá virka f-tölurnar þannig að stærð ljósopsins er 1/f-tala af brennivídd linsunnar.
Ef við miðum við 50mm linsu, þá kemur eftirfarandi út:
f1.4: 35,7mm ljósop, 1000mm^2 flatarmál
f2: 25mm ljósop, 490mm^2 flatarmál
f2.8: 17,9mm ljósop, 251mm^2 flatarmál
f4: 12,5mm ljósop, 122mm^2 flatarmál
f5.6: 8,9mm ljósop, 62mm^2 flatarmál
f8: 6,25mm ljósop, 31mm^2 flatarmál
f11: 4,55mm ljósop, 16mm^2 flatarmál
f16: 3,13mm ljósop, 7,7mm^2 flatarmál
Síðasti dálkurinn er skiljanlegastur. Flatarmál ljósopsins helmingast við hvert stopp. Þess vegna þarf 2x lengri lýsingartíma ef þú minnkar ljósopið um 1 stopp, 4x lengri tíma við 2 stopp, 8x lengri tíma við 3 stopp o.s.frv.
Það sem er ruglandi við tölur í ljósmyndun er að þær eru yfirleitt undir striki, þ.e.a.s. ljósopin eru einn á móti f af brennivídd, lokahraði er mældur í brotum úr sekúndu (t.d. 1/60) og því er lágmarks skilningur á brotareikningi ljósmyndaranum í hag.
I have a plan so cunning you could put a tail on it and call it a weasel!