Ég fékk fyrst myndavélina bara krakki á hringferð um landið með pabba, en annars kviknaði áhuginn ekki fyrr en uppúr 18 ára aldri, en þá keypti ég mér Canon EOS 500. Síðan þá hef ég verið nánast óstoöðvandi, ég er núna kominn með hrúgu af myndavélum, en nota mest Canon EOS 50E sem ég keypti fyrir 2 árum síðan. Digital, vil ég helst ekki sjá nema ég geti komist í góða digital vél sem ég gæti notað linsur við og filtera og fleira, sá eina á 477.000,- á tilboði um daginn. Ég læt mig bara dreyma. Annars fíla ég mest að geta framkallað sjálfur og er við að kaupa stækkara, og græjur til að geta gert þetta heima.