Næsta keppni er samkvæmt skoðanakönnun sem hefur hangið í dágóðan tíma á áhugamálinu. Það er haust sem er þemað í þetta skipti. Ég ætla að afmarka mikilvægustu upplýsingar í einn kassa svo ekkert fari á milli mála. Svo getið þið líka notað hann sem einskonar gátlista.


Mikilvægt____________________

1. Keppnistímabil: 19. október til 30. október
Myndin verður að vera tekin innan keppnistímabilsins!

2. Merkja skal myndirnar svona: “Nafn myndar - Haust” (gæsalappir eiga að fylgja með)

3. Tvær myndir að hámarki frá hverjum þátttakenda.

4. Notandi skal sjálfur hafa tekið myndina.

5. Stærðartakmörk: 480pixlar á smærri kannt er lágmarkstærð. Stærsta sem Hugakerfið hleypir inn er 1024x786 pixlar.
___________________________



Það er ekki nauðsynlegt að skrifa lýsingu undir myndirnar en það er auðvitað mun skemmtilegra að vita eitthvað um stað, stund og græjur.

Gott að hafa í huga:
Myndbygging - Sjónarhorn, römmun, forgrunnur og bakgrunnur etc.
Viðfangsefni - Vertu frumlegur, varastu að taka myndir af leiðnlegum viðfangsefnum, er allt í klessu? Hafðu ekki of mikið að óviðkomandi hlutum inná sem stela athygli frá meginefninu.
Hvað fílarðu?: Silhouette, macro, landslag.. það er hægt að viðhalda þessu ágæta þema í flestöllum stílum.

Þetta er vítt þema, látið ykkur detta eitthvað í hug!