Þá er kominn tími til að skella einni hátíðartengdri keppni á ykkur.
Þemað í þessari keppni er einfalt og hún fær heiðurinn af því að vera keppnin með stysta keppnistímabilið, eða einn dag.

Myndin skal vera tekin í dag, laugardaginn 19. ágúst og þá að sjálfsögðu af hátíðarhöldunum eða mannlífinu sem tengist menningarnóttinni.

Merkja skal myndirnar svona: “Nafn myndar – Menningarnótt”

Síðasti skiladagur er þriðjudagurinn 22. ágúst.

* Myndin verður að vera tekin á keppnistímabilinu.
* Notandinn sem sendir myndina inn verður sjálfur að hafa tekið myndina.
* Myndin verður að vera minnst 480 pixlar á kant
* Notandi getur sent inn að hámarki tvær myndir.
* Lágmarks lýsing á myndum er: Staður og stund.

Munið svo að stærri myndir en 1024x768 pixlar komast ekki í gegnum kerfið á huga.


Gangi ykkur vel!