Þá er komið að næstu ljósmyndakeppni!

Þemað svart/hvítt fékk flestu atkvæðin svo að það verður þemað í þetta sinnið.

Myndir skal senda inná myndkubbinn eins og venjulega og merkið myndirnar svona: Nafn myndar - Svart/Hvítt.
Keppnistímabilið er 4. júlí - 10. júlí

Myndirnar verða semsagt að vera svarthvítar, annað skiptir ekki máli. Athugið að myndir mega líka vera tónaðar (þ.e.a.s. í sepia eða öðrum due/tritone. Það skiptir ekki hvernig þið komið myndunum í svart/hvítt form, hvort sem þið notið fídus í myndavélinni ykkar eða myndvinnsluforrit.

Selective black and white er leyft þeim sem vilja (þetta kemur sjaldan vel út, passið ykkur=) Þetta er þegar lítill hluti myndarinnar er í lit en restin svört/hvít.

Svo eru það almennu reglurnar.
1. Myndin verður að vera tekin á keppnistímabilinu.
2. Notandinn sem sendir myndina inn verður sjálfur að hafa tekið myndina.
3. Myndin verður að vera minnst 480 pixlar á kant
4. Notandi getur sent inn að hámarki tvær myndir.
5. Lágmarks lýsing á myndum er: Staður, stund og hvernig myndavél myndin var tekin á.

Munið svo að stærri myndir en 1024x768 pixlar komast ekki í gegnum kerfið á huga.

Ég hef örugglega gleymt einhverju þannig að lesið líka svörin, þar mun ég svara öllum spurningum.


Tips and tricks ala Alinsim:

Er oft búinn að reyna að koma þessu frá mér, gengur ekki vel. Það sem ég er að reyna að segja er að senda ekki inn mynd sem er bara svarthvít útaf því hún er bara svarthvít. Reynið að fá einhverja tengingu í þemað, know what I´m saying? Ef original myndin ykkar er flottari í lit en svarthvítu, þá skuluði hugsa ykkur aðeins um.

Verð líka að benda á að portrett myndir af gömlu fólki með hrukkur koma oft fanta vel út (reynið þá að sleppa flassinu þar sem það eyðir öllum skuggunum í andlitinu)

Svarthvítar myndir eiga það til að vera frekar kontrastlausar og leiðinlegar. Gott að bústa kontrastinn í myndvinnsluforriti ef það er til taks.

Gangi ykkur vel, og ég vil óska deadbeat og Oscar til hamingju með árangurinn í keppninni “Frjálst”