Jæja, þannig er mál með vexti að ég er með Canon myndavél í láni og er búin að vera að taka mikið af myndum á hana upp á síðkastið. Þetta er Canon EOS1000F eða eitthvað svoleiðis en flassið sem maður setur ofan á er týnt og því get ég ekki notað neitt flass.
Ég er byrjandi í ljósmyndun, allavega á svona flókna vél og því miður er bæklingurinn um vélina líka týndur ásamt flassinu. Allavega þá hef ég verið að taka með með stillinguna Tv og stilli töluna í glugganum upp í ca. 1000 því afgreiðslukona í Kodac sagði mér að þá smelltist mjög hratt af. Ég taldi þá að með því næðist augnarblikið þá mikið fljótar og betur. Stundum nota ég líka andlits-fídusinn, þar sem það sem er næst manni er í fókus en annað ekki. Ég stilli aðdráttin sjálf og fókusinn.

En allavega, þá var ég að ná í nokkrar filmur áðan úr framköllun og þvílíkur dissaster! helmingurinn er eyðilagður, þ.a. mjög slæmur fókus og stundum er myndin aðeins á hreyfingu(samt stilli ég fókusinn alltaf vandlega) eða þá er myndin bara alltof dökk!… þó að úti hafi verið sól og blíða er allt landslagið kannski svart og himininn blár. Nokkrar myndir eru góðar en alltof margar óskýrar eða dökkar.
Þetta voru nú mikil vonbrigði en ég hef þá bara ákveðið að gera betur næst og bið ykkur reyndu ljósmyndara að veita ungum byrjenda hjálparhönd og gefa mér nokkur tips. T.d. ef þið vitið eitthvað um þessa myndavél sem ég er með eða svipaða, og þá hvað þessi merki á henni þýða.
Ef það hjálpar, þá get ég talið upp merkin sem eru á vélinni:
andlits-, landslags-, blóma- og hreyfingarstillingar eitthverjar, ásamt merkjunum: P, Tv, Av, M, DEP, SF, ofl. Hvernig notið þið þessar mismunandi stillingar?

með fyrirfram þökk