Það er æðislegt mál að ná einhverju svona flottu. Ég sá þessi ský líka út um gluggann í skólanum hjá mér og ég fer nú stundum með myndavélina í skólann en aldrei hef ég iðrast þess jafn mikið og þennan dag að hafa ekki tekið hana með. Þetta var magnað.
Ég er sammála þér að vilja frekar taka myndir á handvirka myndavél frekar en analog, það bara er ekki það sama. Gömlu klassísku vélarnar eru nú bara einfaldlega bestar, en þegar þú tekur einmitt myndir af svona þá er stafræna oft ekki jafn góð að því leiti að hún tekur ekki jafn hreina mynd.
En umræðan hjá fólki um að það sé bara ekkert hægt að ljósmynda af því að það er þoka er bara algjört rugl. Það er hægt að ná alveg geggjuðum myndum, til dæmis taka út í skóg með þoku þannig að skógurinn, eða vegur í skóginum virðist halda áfram út í hið dularfulla. Ég ætlaði að taka þannig mynd en nennti því ekki af því að það er svo mikið vesen að finna flottan skóg í þetta, þótt ég búi hjá Elliðaárdalnum þá er hann alltof nútímalegur, járnruslafötur út um allt og svona. Fíla hann ekkert rosalega.
En ég hlakka til að sjá myndirnar, endilega skrifaðu inn slóðina við fyrsta tækifæri.