Nú stendur yfir fagsýning ljósmyndaframleiðenda (hræðilegt orð, en hvað annað á að kalla þetta?) í Köln í Þýskalandi. Þessi sýning er haldin annað hvert ár og þarna er bókstaflega allt sem tengist ljósmyndum í boði. Myndavélar af öllum stærðum og verðum, prentarar, hugbúnaður, pappír og fleira. Þarna eru líka kynntar nýjungar, og fólki gefinn kostur á að fikta í nýjustu græjum. Ég ætla ekki að fara út í að lista allar litlu stafrænu myndavélarnar, þær voru þarna í bílförmum. En skoðum hvað var í boði.
Canon:
Þeir voru auðvitað með nýja flaggskipið sitt, EOS-1Ds Mark II. 16MP súpergræju, draumavél fyrir landslags- og stúdíóljósmyndara.
EOS-20D var auðvitað þarna líka. 8MP, 5fps og með nýju fókuskerfi. Báðar vélarnar voru með hinu nýja E-TTL II flassstýringu.
Nikon:
D2X, nýja top-gun vélin frá Nikon, 12.4MP, 5 eða 8fps með öllu tilheyrandi. Einnig voru þeir með VR (hristivörn) 8MP útgáfu af Coolpix.
Konica-Minolta:
Dimage D7 með innbyggðri hristivörn sem virkar með öllum linsum, mjög forvitnileg vél.
Hristivörn er greinilega komin til að vera.
Mamiya:
Kom öllum á óvart með Medium-Format. 22MP ZD. Orðrómur er á kreiki að þessi vél eigi að kosta 10.000-12.000 dollara, sem er helmingi lægra en áður hefur tíðkast fyrir svona tæki. Einnig kynnti Mamiya bak með sömu 22MP flögu.
Olympus:
Nýja FourThirds vélin frá Olympus E-300 var þarna. Öðru vísi SLR, með porro-prism í stað pentaprism. (spegillinn snýr til hliðar en ekki upp, hönnun í djarfari kantinum). 8MP, getur notað allar linsur í 4/3 kerfinu, og á að kosta svipað og Canon 300D/Nikon D70. Einnig bættust við 3 nýjar linsur í FourThirds safnið. Sú forvitnilegasta er 7-14mm/4 linsa. Súper-wideangle, og sjálfsagt súper dýr.
Pentax:
Ný *ist DS myndavél, líklega sú minnsta og léttasta á markaðinum, ásamt Olympus E-300.
Fujifilm:
Arftaki S2, Finepix S3 var kynntur þarna, enn meiri myndgæði frá Fuji, þó enn byggð á ódýra N80/F80 bodyinu frá Nikon, því miður.
Meira var það nú ekki, fyrir utan óteljandi P&S myndavélar. Þó ber að nefna að Panasonic voru með sína ágætu FZ-línu, vélar með 12x zoom og innbyggðri hristivörn. Olympus virtist ætla í samkeppni við Apple með nýjum MP3+myndavél græju. Í stað takka er notaður 3" snertiskjár, svolítið athyglisvert.
Þá held ég láti þetta nægja, greinilegt er að nóg er að gerast í þessum bransa og virðist hvert ár verða meira spennandi en það fyrra.