Ég hef lítið fylgst með þessu áhugamáli,og þetta er í fyrsta skipti sem ég skrifa á það þannig kannski er ég að koma með gamlar fréttir.

Fyrir svona ári las ég um nýjan ljósmyndastíl sem hafði verið fundinn upp af ungum ljósmyndara í New York. Þessi ljósmyndastíll ber heitið Flop en ég hef kosið að kalla hann á íslensku Flipp. Flipp myndir skiptast í nokkra flokka en þær eiga það sameiginlegt að markmið þeirra allra er að fá njótandann til að hlægja eða brosa. Myndirnar eru oft mjög “absurd”(einkennilegar) og er það oft aðal aðhlátursefnið.
Flipp skiptist í þessa flokka:

*Activity(hreyfing)(stundum kallað:Stopped activity eða Stöðvuð hreyfing)
*Still Frame(Stöðugur Rammi)
*Defiguralisme(ófígúratíf)

Þetta eru þessir þrír megin flokkar. Ég hef einungis verið að gera Activity myndir og það fylgir ein þannig með greininni. Sem ég kýs að kalla “Með hjálp hins fullkomna”.
Það er sagt að Flipp hafi verið stundað í Rúmeníu á fyrst tímum ljósmyndunar þar í landi en því var svo hætt. Flipp varð ekki viðurkennd ljósmyndunarstefna fyrr en árið 1999 þegar ungur ljósmyndari frá New York byggði lokaverkefni sitt út úr ljósmyndaháskóla á Flipp ljósmyndunarstílnum.
Ég hef ekki heyrt um að þessi stíll hafi verið notaður á Íslandi og með þessari grein er ég svona að grennslast fyrir um hvort einhver ykkar hér þekki Flipp stílinn eða hvort það sé til eitthvað annað íslenskt nafn yfir hann. Ég og nokkrir aðrir krakkar erum að reyna að halda uppí heimasíðu til heiðurs Flipp stílnum en við erum ekki orðin mjög fær svo ekki dæma stílinn af ljósmyndunum okkar. Slóðin á síðuna er http://photos.heremy.com/flipper
Ef einhver ykkar eru að gera Flipp myndir væru þið þá til í að senda myndirnar ykkar inn og mér fyndist mjög skemmtilegt ef það yrði gerður korkur um Flipp.
Ég vil endilega fá að heyra viðbrögðin ykkar við þessari grein.

kv.Peacock