Geymslumiðlar fyrir stafræna ljósmyndun Ég hef verið að velta því fyrir mér af og til. Normal manneskja sem situr á digital myndavél, einhverja 3.2 mpix og er að taka candis af öllu, líkt og manneskjan gerði á sína APS/35mm vél fyrir 10 árum síðan. Það er verið að taka myndir af uppvexti barna og þar fram eftir götunum.
Nú er nokkuð ljóst að stór hluti þessara aðila hugsar ekki fram í tíman þegar það vill fara skoða minningar eftir 10-20 ár og situr upp með það að tölvan hafi hrunið eða eitthvað klaufalegra jafnvel.
Að mínu mati er þetta tímabil sem er verið að ganga í gegnum núna í upphafi almenningseignar á digital myndavélum, vera tímabil hinar týndu kynslóðar.
Er sá möguleiki fyrir hendi að þegar á að sækja í heimildir um þessi ár(1999-200?), að heimildirnar munu ekki vera til eða vera erfiðar að fá, munu myndir sem finnast vera teknar í “sparnaðar” formi á myndavél vera til þess að myndir verði óskýrar, lélegar og ónákvæmar.
Ég hef rekist á sögur þar sem fólk hefur fengið vírus á tölvuna og allt horfið og það sárasta er kannski að allar myndirnar af 3ja barni þess eru horfnar og koma aldrei aftur.

Þetta er auðvitað smá útdráttur, held nú að okkar leiðbeiningar og leiðbeiningar hvers sem er munu ekki ná langt til fólks. Þess vegna legg ég fram spurninguna til þeirra sem eru að taka myndir á stafrænu formi.
Hvernig ætlið þið að geyma myndirnar ykkar, hver teljið þið vera skásta leiðin og umleið hafa góða yfirsýn yfir safnið ykkar?
- Gerið þið ykkur grein fyrir því að brenna myndir á disk getur verið mjög varasamt því að brenndir diskar eru viðkvæmari en aðrir,
-Það er talað um að með besta móti muni gögn á brenndum geisladisk geymast í 10 ár.
- Þegar CD komu á markað var tala um 50 ár, fyrstu CD með tónlist á voru ónýtir fyrir 5 árum og voru þeir þá um 15 ára gamlir þegar það gerðist.
- Er skynsamlegt að geyma þetta hörðum diskum(hafa þá ótengda eftir að myndir eru komnar á þá) og endurnýja þá kannski reglulega? (10 ára fresti eða oftar)
- Er afritun á segulband vænn kostur?

Held nú að það sé hægt að ræða þetta endalaust, vill bara sjá einhverjar umræður og kannski góðar lausnir um þetta yfirvofandi vandamál.

ps. Ég sendi þessar vangaveltur mínar líka á IcelandicNationalTeam þannig ekki fara að saka mig um copy/paste

Kveðja
Atari/Rúna
:: how jedi are you? ::