Sælir vafrarar
Ég hef tekið mikið af myndum síðastliðin ár og byrjaði með Canon EOS 500N en fór svo yfir í Canon EOS 33 sem var alveg yndisleg vél og tók ég margar af mínum bestu myndir á þá vél. En það er með mig eins og flest alla íslendinga að ég er fjarska nýungagjarn að öllu leiti og þegar einhver otar að mér nýjum hlutum fer ég alltaf
að hugsa um hvernig ég geti eignast svona líka. Þannig var það líka með 10D sem ég keypti mér síðastliðið sumar. Eftir að hafa fengið vélina í mínar hendur þá fór ég að taka myndir eins og brjálaður væri og er sumarið var á enda var ég búinn að fylla
harðadiskinn af mis góðum myndum og sumum lélegum. En það var þá sem ég fór að taka eftir því að þær myndir sem komu úr digital vélinni oft ekki jafn áhrifamiklar og listrænar líkt og þær sem ég hafði tekið á filmuvélarnar og spenningurinn sem fylgdi því að skoða myndir var farin að dofna þó áhuginn væri en til staðar.
En hvað veldur? Jú, að mínu mati eru þetta nokkrar ástæður en engin þeirra réttari en hin. Hér koma tvær ástæður sem mér detta svona fyrst í hug þegar ég horfi á tölvuskjáinn og því nærst í albúmið.
Sú fyrsta að er sálfræðileg og kemur fram í “spenningi”, já spenningi sem kemur þegar ljósmyndarinn smellir af á filmuvélinni og lifir svo í von og óvon um hvort myndin hafi komið út á þann hátt sem maður sá hana í gegnum linsuna og sá árangur kemur ekki í ljós fyrr en maður framkallar filmuna, kannski í næstu viku eða þar næstu. En með digital þá kemur þetta eftir 2 til 3 sek eftir að ljósmyndarinn hefur smellt af.
Svo er það sú seinni sem kemur raunverulega í beinu framhaldi af þeirri fyrstu en það er að við hvern smell getur maður séð árangurinn um leið og svo ef viðfangsefnið er en til staðar og ljósmyndarinn er óánægður með árangurinn þá er bara að smella
aftur, og aftur ef að það tekst ekki þá, en þar má kannski segja að þar sé flogin nákvæmni ljósmyndarans á viðfagsefni sitt þegar hann tekur myndir.
Svona væri eflaust hægt að velta sér upp úr smáatriðnum og kenna öllu öðru um það sem miður fer í ljósmynduninni en horfa ekki á hina réttu ástæðu. En þetta er kannski eitt að því sem við ættum að hugleiða næst þegar við stöndum upp á hól og erum með digital-vélina um hálsinn, filmuvélina niður í tösku og frábært myndefni fyrir framan okkur, eða hvað finnst ykkur?
S. Holmes