Fyrsta stafræna myndavélin mín var einmitt Fuji 6900 sem er “afi” S7000 og þótt ég seldi hana eftir tæplega ár var ég rosalega sáttur við þá vél, ég seldi hana í raun til að hjálpa fjármagna kaup á Canon 10D.
Linsan er skítsæmileg, 6x zoom (ekki láta þetta digital zoom plata þig) og þótt hún sé auglýst sem 12m pixlar þá er hún í raun bara 6m pixlar, ekki láta neinn segja þér annað. Samt skilaði 6900 mjög fínum myndum, í raun eins og ágætis 4mp vél þótt hún hafi verið 3mp vél uppreiknuð í 6mp.
S5000 hef ég í raun ekki hundsvit svosem, en eftir því sem ég best veit þá er þetta í raun litli bróðir S7000, með aðeins færri “features” og með minni myndflögu, samt ekki láta það stoppa þig, ég lét stækka 2 myndir úr 6900 í 60x40 og þær komu rosalega vel út.