Slides myndir á pappír - Ódýrt
Langar að vekja athygli ykkar á bresku fyrirtæki (www.dlab7.com) sem bíður upp á framköllun á slides-filmum og stafræna prentun á myndunum á mjög sanngjörnu verði.
Ég hef notað þetta mikið og er mjög ánægður með þjónustuna. Þarna fær maður nefnilega það besta frá báðum heimum (negatívu og slides). Tek því á slides en fæ einnig góðar prentanir af öllum myndunum með til að setja í albúm. Það er nefnilega dáldið vesen að setja upp slides-maskínuna og tilbehör. Prentunin sambærileg ef ekki betri og hjá Hans Petersen og öðrum kompaníum sem ég notaðist við er ég bjó á Íslandi. Finnst koma betri litir á pappírinn frá slides en C-41 með því að nota dlab7.com.
Hérna í Bretlandi tekur vanalega um viku að fá filmunar til baka frá því að maður sendir þær en líklega tekur þetta eitthvað lengri tíma að berast milli UK og Íslands. Allar myndir eru rammaðar nema að maður byðji um annað og þá er einnig hægt að láta skanna þær fyrir sig og brenna á geisladisk annað hvort sem 6MB eða 18MB jpg-file.
Sendi hér með smá sýnishorn af verðlistanum, þeir segjast taka við og senda utan Bretlands en biðja fólk um að hafa samband við þá áður upp á póstburðargjöld. Veit ekki um það en það kæmi ekki á óvart ef eitthvað þurfi að greiða til íslenska ríkisins ef sent er til Íslands eins og virðisauka.
1-4 filmur 5+ filmur Auka-sett
Framk £3.95 £3.45
6x4 £9.95 £9.45 £3.00
5x7.5 £11.95 £11.45 £4.00
9x6 £13.95 £13.45 £5.50
Þetta er því líklega ekki alveg svona ódýrt eins og sýnt er að ofan. Gæti trúað með pósti og vsk myndi kostnaðurinn við eina filmu í 6x4 vera um
9.95 x 130 IKR/£ * 1.25 vsk + 300 póstur = 1916 Kr, segjum 2000 Kr. Þetta held ég að sé ódýrara en framköllun á negatívu á Íslandi
Tek fram að ég er ekki á neinn hátt tengdur þessu fyrirtæki né græði neitt á því að segja frá því.