Ég var að koma með myndavélina mína úr viðgerð, hún er í ábyrgð og það er enn eftir ár af áburgðartímanum. En þessi viðgerð féll ekki undir það. Það sem að var að vélinni er að á myndflöguna hafði sest ryk og var því kominn draugur sem að sást nokkuð greinilega á stórum samfelldum fleti. En ábyrgðaraðili vélarinnar sagði þetta ekki falla undir ábyrgðina. Þetta hafði þó komið fyrir áður og var þá gert við vélina undir ábyrgð. Hvar skildi maður síðan fá svona þjónustu. Vélin var Fuji FinPix S602Zoom og ábyrgðaraðilinn var Ljósmyndavörur, að vísu held ég að reikningurinn hafi verið í lægri kantinum og er það út af fyrir sig í lagi. En nú er þetta vél með fastri linsu og maður skildi ætla að það væri ekki miklar líkur á að þetta gerist nema að vélin sé yfir höfuð opin. Ég tek það fram að vélin lýtur en út að utan eins og ný og ég hef ekki misst hana eða neitt þannig hún hefur líka alltaf verið í tösku þegar verið er að fara með hana eitthvað nema þegar ég er að taka myndir.
Ég vil spyrja er þetta eitthvað sem að maður á að sætta sig við ég gat lítið annað en borgað reikningin en manni finnst frekar fúlt að vera að fara með vélina á nokkurra mánaða fresti til að gera við sama hlutinn. Ég meina ef þetta væri DSLR vél væri lítið sem að ég gæti sagt en þetta er ekki útskiptanleg linsa og maður hefði haldið að þetta ætti að vera það þétt að svona kæmi fyrir TVISVAR.