Mig langar að forvitnast aðeins um ljósmyndun hjá ykkur sem eruð lengra komir í þessum fræðum.
Til að byrja með þá er ég að nota Olympus C1400XL stafræna myndavél sem að mér skilst sé nokkuð sambærileg Olympus D600-D620.
Þessi vél sem ég er með er svokölluð “ SLR ” vél, Hvað þýðir það nákvæmlega ?? “ SLR ”
Einnig langar mig að vita hvernig best er að stilla svokallað “ White balance ”
3000K
3700K
4000K
4500K
5500K
6500K
Við hvaða skilyrði á ég að nota þetta ??
Ég er búinn að nota þessa vél í um það bil 2 ár, og er að ná góðum myndum þegar vel tekst, ég er búinn að ná nokkuð góðum Macro myndum og góðum venjulegum.
Ég hef borið saman myndir frá mér og myndum frá bróðir mínum sem á Canon 3m díla vél, mínar myndir eru mikið betri og ég skil ekki hvers vegna ?? getur það verið linsan þar sem hann hefur digital zoom í vélinni hjá sér.
Vonandi getið þið félagar gefið mér góð ráð og einnig ef að einhver á sömu vél og ég þá langar mig að vita hvernig ykkur líkar vel við :Þ ????
Og einnig hvaða aukahlutir er hægt að fá fyrir þessa vél ??
Kveðja Geiriv