Sælt veri fólkið.
Nú fyrir stuttu kíkti ég í budduna og fékk leyfi frá frúnni til þess að kaupa mér nýtt leikfang. Þetta leikfang var EOS 10D með vertical gripi og 512 mb compact flash og auka rafhlöðu. Þetta pantaði ég frá www.bhphotovideo.com.
Nú hef ég lesið eins mikið um þetta á netinu og ég hef haft tíma og áhuga á. Eitt var mikið rætt um og það var hvort þessar vélar væru(10D 1D o.fl.) að fókusa nægilega vel. Ég prófaði smá test sem er á photo.net (sjá <a href="http://www.photo.net/learn/focustest/“>þetta</a >). Vélin mín fókusaði aðeins fyrir aftar en það sem taldist fullkomið. En síðan fór ég á örkina og notaði vélina til þess að mynda fugla sem var nú aðal ástæðan fyrir þessum kaupum og ég get EKKERT kvartað yfir fókushæfilekum minnar vélar við fuglaljósmyndun.
Sú stutta reynsla sem ég hef á þessari vél er mjög góð. Filmu og framköllunarkostnaður er í lágmarki. ”instant feedback“ er frábært og gæði myndana eru góð. 1.6X margföldunaráhrifin hrella mig ekki neitt. Fín grein (sjá <a href=”http://www.photo.net/learn/fisheye/“>þetta</a>) fjallar um notkun fiskauga linsu með digital vélum með smærri flögu en standard 35mm.
Þessi vél tekur 9 myndir í buffer og ~3 á sekundu. Þegar teknar eru 9 myndir í einu þá þarft þú að bíða eftir að vélin tæmi bufferinn og komi myndunum á compact flask/microdrive kortið. Að koma myndunum á kortið getur tekið frá 25 sek til 45 sem eftir því hve hraðvirkt kortið er. Ég er með 4X compact flash og það tekur ~43 sekundur hjá mér. Ath að ekki er hægt að skrifa í bufferinn og lesa úr honum.
Ég hef aldrei í þann stutta tíma sem ég hef verið með mína vél misst að mynd vegna þess að bufferinn var fullur.
Einn mikill kostur er að geta skipt um ASA/ISO stillingu og 10D er getur tekið frá 100A->3200. Það má deila um motkunarmöguleika 3200 stillingarinnar en upp að 800 eru gæðin bara nokkuð góð að mínu mati.
Allir takkar eru þægilega staðsettir og lítið mál að breyta algengustu stillingunum.
Ég er semsagt mjög ánægður með þessa vél!
Fín grein um 10D er á <a href=”http://www.dpreview.com/reviews/canoneos10d/">d preview</a