Mér hefur sýnst að menn noti mikið Skylight og Uv filtera til hlífðar linsunum.
Mig langar að vita hvort menn nota þá alltaf og líka þegar smellt er af, eða bara þegar linsan liggur í töskunni eða er einhversstaðar í geymslu.
Mér hefur nefnilea alltaf fundist dálítið tilgangslaust þegar menn eru að kaupa sér rándýrar og vandaðar linsur og og taka síðan myndir í gegnum plastfilter sem kostaði 1200 kall. Sumir þessir hlífðarfilterar eru nefnilega lítið vandaðir og eins og ég sagði oft úr plasti.
Ég nota bæði Voigtlander og Leica linsur og er hrifinn af gæðum þeirra. Ég hætti fyrir löngu að nota hlífðarfiltera og gæti þess nú vandlega að hafa lokið á linsunni þegar ég er ekki beinlínis að taka mynd.
Ég verð að vísu að viðurkenna að á þeim tíma sem ég notaði þessa fiiltera þá fauk einu sinni þrífótur um koll þegar ég var að horfa í gegnum linsuna. Vélin lenti á grjóti og hlífðarfilterinn brotnaði, en það bjargaði linsunni. Eftir þetta hef ég verið varkárari, en hvaða skoðun hafið þið á þessu?