Fitlerar fyrir digital vélar
Ég var að spá í því hvort einhver gæti frætt mig um notkun á hinum hefðbundnu verkfærum fyrir hefðbundnar myndavélar á stafrænar vélar. Ég á Fuji FinePix S602Zoom vél og er búinn að vera að læra á hana síðan ég keypti hana í haust og langar núna að prófa að nota filtera og fleira við hana (get notað 55mm filtera). Getur einhver frætt mig um það hvernig venjulegir filterar virka á hana, t.d. polarizer, innrauðir filterar (FinePix S602 getur tekið innrauðar myndir) og fleira svo ég fari ekki að kaupa mér eitthvað sem ekki virkar, og hvað ætti ég helst að prófa?