Analog? Ég er ekki viss hvað ódigital myndavélar eru kallaðar.
Alla vega, ég á hérna Digital myndavél, 3.3 MP frá HP.
Því miður býður hún ekki upp á manual stillingar, ég einfaldlega vissi ekki nóg á þetta alltsaman þegar ég keypti hana. Hún hentar sjálfsagt sem fjölskyldumyndavél, en ég get ekki leikíð mér með hana og lært hitt og þetta.
En ég hef lært mína lexíu.

Hérna fyrir stuttu fann ég gullmola inn í skáp hjá Pabba.
Það var Konika AutoReflex TC, það er 35mm filma í henni og með henni voru nokkrar linsur. býður hún upp á fjölda möguleika, enda alger gullmoli.
Ég kann nú ekki alveg á ljósmyndamál, en ég læt bara vaða. :]
Hún getur tekið mynd alveg að 1000 úr sec (held ég að maður segi) og það er hægt að nota nútíma flöss og linsur á hana, skylst mér á föður mínum.
Hún er alveg, að ég held, 21 árs þessi myndavél og sést ekki á henni.

Á sama stað fann ég bók eftir John Hedgecoe sem heitir “Ljósmyndabókin” (Handbók um ljósmyndatækni, búnað, aðferðir og val myndefnis. Yfir 1250 myndir). Í henni er allt að finna frá Aðdráttarlinsum til Örmynda. Er hún frá 1982 (líklega sama ár og faðir minn fékk sér myndavélina).

Þannig að ég var að hugsa, ætti ég að selja Digitalin og leika mér með þessa myndavél og bók? Mig vantar peningin (á 1000.kr á kortinu mínu) og væri ekki ágætt að getað æft sig á 35mm ókeypis myndavél?

Kv.
Bzzha