
<p>Með Canon og Nikon ráðandi á SLR markaðinum myndu margir kalla það sjálfsmorð að koma fram með alveg nýtt kerfi frá grunni. Þó er þetta kerfi örlítið öðruvísi en það sem Canon/Nikon eru að bjóða. Stærsti munurinn er, að það er öllum opið. Hver sem er getur framleitt linsur og myndavélar sem nota kerfið. Þetta er fyrsta “opna” myndavélakerfið. Kerfið byggir á fastri stærð af myndrás, u.þ.b. 1/3 af 35mm ramma. Allar linsur verða með hálfa brennivídd samanborið við 35mm. (300 linsa í kerfinu jafngildir 600mm í 35mm kerfi). Í þessu fyrstu kynningu voru sýnd 1 myndavél og 4 linsur og 1 flass. Myndavélin líkist E-vélunum frá Olympus í útliti, en meira er ekki hægt að segja um hana. Linsurnar sem Olympus sýndi voru 300mm f2.8, 100mm f2 macro, 14-54mm f2.8-3.5 og 50-200mm f2.8-3.5.
<p>Kostirnir eru augljósir:
Léttari og (vonandi) ódýrari linsur, ég vildi t.d. ekki burðast með 500mm upp á fjöll til að ljósmynda refi og rjúpur.
Opinn staðall (vonandi), ég held að við verðum að sjá til í svona 3-4 ár til að dæma um hvort þetta heppnast hjá þeim.
Ódýrari myndavélar. 36*24mm myndflögur eru ekki ódýrar í framleiðslu.
<p>Gallarnir eru líka augljósir:
Ef ljósmyndari á safn af Canon/Nikon linsum, er frekar ólíklegt að hann skiptir. Einnig ef viðkomandi tekur á filmu í bland við stafrænt.
Nýr staðall og óreyndur, kaupendur verða að treysta á að Olympus standi sig að sannfæra aðra um að slást í hópinn. (Þó hefur Fuji lýst yfir áhuga)
Jæja, mun ég kaupa mér svona? Ég veit ekki. Ef ég ætti 300.000 núna, myndi ég ekki nenna að bíða fram á næsta haust, þegar þetta verður fáanlegt, heldur líklega skella mér á toppinn í dag, Canon 10D. En það er auðvelt að skipta um myndavélar, að skipta um 3-4 linsur er ekki eins þægilegt.
En ég vona svo sannarlega að Olympus takist að koma þessu á koppinn, þetta gæti orðið góður valkostur á móti Canon/Nikon risunum. Og kannski fáum við loksins opinn staðal í myndavélabransann.
Nokkrir hlekkir:
<a href="http://www.olympusamerica.com/cpg_section/bct.as p“>Upplýsingar hjá Olympus</a> (Ekki mikið að græða þarna)
<a href=”http://www.dpreview.com/news/0303/03030212olympu sesys.asp“>Fréttatylkinng Olympus á dpreview.com</a>
<a href=”http://www.dpreview.com/news/0303/03030401esysin hand.asp“>Hands on á dpreview.com</a>
<a href=”http://www.dp-now.com/archives/000020.html“>Han ds on á dp-now.com</a>
<a href=”http://www.a-digital-eye.com/OlySLR.html“>Hands on (meira kíkt í glerskápinn) á a-digital-eye.com</a>
<a href=”http://www.letsgodigital.nl/webpages/events/PMA- 2003/news/olympus/FirstLook_uk.html">First look á letsgodigital.nl</a