<p>Olympus forsýndi um helgina á PMA fyrsta nýja SLR kerfið sem komið hefur fram síðan Canon kynnti EOS kerfið árið 1987. Hannað frá grunni sem stafrænt kerfi, með staðlaða stærð á myndflögu og linsum, þá gæti þetta haft töluverð áhrif á hvernig þróun á stafrænum myndavélum verður í framtíðinni. Fyrir 2 árum hætti Olympus framleiðslu á OM kerfinu, sem hafði þó dugað óbreytt í 30 ár, eða lengur en nokkuð annað kerfi. Og nú vitum við ástæðuna, Olympus, ásamt Kodak voru með ákveðnar hugmyndir um hvernig stafrænt kerfi ætti að vera, og verð ég að segja að yfirmenn Olympus eru ekki alveg kjarklausir.
<p>Með Canon og Nikon ráðandi á SLR markaðinum myndu margir kalla það sjálfsmorð að koma fram með alveg nýtt kerfi frá grunni. Þó er þetta kerfi örlítið öðruvísi en það sem Canon/Nikon eru að bjóða. Stærsti munurinn er, að það er öllum opið. Hver sem er getur framleitt linsur og myndavélar sem nota kerfið. Þetta er fyrsta “opna” myndavélakerfið. Kerfið byggir á fastri stærð af myndrás, u.þ.b. 1/3 af 35mm ramma. Allar linsur verða með hálfa brennivídd samanborið við 35mm. (300 linsa í kerfinu jafngildir 600mm í 35mm kerfi). Í þessu fyrstu kynningu voru sýnd 1 myndavél og 4 linsur og 1 flass. Myndavélin líkist E-vélunum frá Olympus í útliti, en meira er ekki hægt að segja um hana. Linsurnar sem Olympus sýndi voru 300mm f2.8, 100mm f2 macro, 14-54mm f2.8-3.5 og 50-200mm f2.8-3.5.
<p>Kostirnir eru augljósir:
Léttari og (vonandi) ódýrari linsur, ég vildi t.d. ekki burðast með 500mm upp á fjöll til að ljósmynda refi og rjúpur.
Opinn staðall (vonandi), ég held að við verðum að sjá til í svona 3-4 ár til að dæma um hvort þetta heppnast hjá þeim.
Ódýrari myndavélar. 36*24mm myndflögur eru ekki ódýrar í framleiðslu.
<p>Gallarnir eru líka augljósir:
Ef ljósmyndari á safn af Canon/Nikon linsum, er frekar ólíklegt að hann skiptir. Einnig ef viðkomandi tekur á filmu í bland við stafrænt.
Nýr staðall og óreyndur, kaupendur verða að treysta á að Olympus standi sig að sannfæra aðra um að slást í hópinn. (Þó hefur Fuji lýst yfir áhuga)
Jæja, mun ég kaupa mér svona? Ég veit ekki. Ef ég ætti 300.000 núna, myndi ég ekki nenna að bíða fram á næsta haust, þegar þetta verður fáanlegt, heldur líklega skella mér á toppinn í dag, Canon 10D. En það er auðvelt að skipta um myndavélar, að skipta um 3-4 linsur er ekki eins þægilegt.
En ég vona svo sannarlega að Olympus takist að koma þessu á koppinn, þetta gæti orðið góður valkostur á móti Canon/Nikon risunum. Og kannski fáum við loksins opinn staðal í myndavélabransann.
Nokkrir hlekkir:
<a href="http://www.olympusamerica.com/cpg_section/bct.as p“>Upplýsingar hjá Olympus</a> (Ekki mikið að græða þarna)
<a href=”http://www.dpreview.com/news/0303/03030212olympu sesys.asp“>Fréttatylkinng Olympus á dpreview.com</a>
<a href=”http://www.dpreview.com/news/0303/03030401esysin hand.asp“>Hands on á dpreview.com</a>
<a href=”http://www.dp-now.com/archives/000020.html“>Han ds on á dp-now.com</a>
<a href=”http://www.a-digital-eye.com/OlySLR.html“>Hands on (meira kíkt í glerskápinn) á a-digital-eye.com</a>
<a href=”http://www.letsgodigital.nl/webpages/events/PMA- 2003/news/olympus/FirstLook_uk.html">First look á letsgodigital.nl</a