nýja snilldin frá canon Áhugasamir hafa eflaust tekið eftir því að nýja snilldin frá Canon hefur fengið nafnið 10D og mætti halda að hún sé 10 m.pix. en svo er ekki, nú er í sama flokki og D60 eða um 6,3 m.pix. Vélin er aðeins útlitslega breitt frá D60 og er meira í áttina að líta út eins og D1. Það sem er helst nýtt við þessa vél er að hún er með 7 fókuspunta, (úr 3) tekur rúmlega 3 f.pr.sec (ramma á sec) og allt að 9 myndir í röð (voru 8), hún er með ljósatakka á skjánum (að ofan) sem mér persónulega finnst snilld og löngu timabært að sé á vélum. Svo er hún aðvitað með betri skynjara og minni noise (doppur) og getur tekið á allt að 3200 ASA (í stað 1000 ASA) og skilar betri myndum. Svo eru fleirri aðgeriðir til að velja úr á skjánum (niðri) og er t.d. hægt að stilla birtuna á honum á 5 mismunandi birtustig, (áður 1) og allskonar aðgerðir til að laga og stilla myndir. Það sem er eflaust einn mesti kostu við þessa vél að hún verður allavega 25% ódýrari en D60 :) og er það SNILLD. Hún er á um 1500$ = c.a. 117.000 kall. Svo er annað mál að þá fellur D60 örugglega eitthvað lengst niður. Svona er þróunin í dag. Í framhaldi má segja frá því að þegar D60 kom á markaðinn var hún ódýrari en D30, á maður þá að bíða eftir næstu vél sem verður ódýrari en 10D ????? ég segi NEI, það er ekki hægt að bíða endalaust eftir tækninni, maður verður bara að vera með, hitt er svo annað mál að núna er ég feginn að hafa ekki keypt D60 fyrir 2 mánuðum eða svo, en ég get bara ekki beðið mikið lengur.

hér eru allar upplýsingar um 10D:
http://www.dpreview.com/articles/canoneos10d/

einhver comment ?